Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

1. Reykjanesskagi

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Reykjanesskagi er eldbrunninn og með sjónum skiptast á lágir klettar og sandstrendur þar sem úthafsaldan kemur óbrotin að landi. Gróður er strjáll og gróðurfar fremur fábreytilegt. Lægðir ganga tíðum upp að landinu úr suðvestri og af þeim sökum er veðrátta umhleypingasöm og úrkoma töluverð.

Við Reykjanesvita er allmikið kríuvarp og í Eldey þar út af er stærsta súlnabyggð við Íslandsstrendur. Skammt undan landi er stakur klettadrangur, Karlinn, þar sem oft má koma auga á súlur.

Lengra vestur með ströndinni er Hafnaberg og þar sjást allar tegundir svartfugla sem verpa við Íslandsstrendur að haftyrðli frátöldum. Í bjarginu er einnig mikið um ritu og enn fremur skarfar og fleiri fuglar.

Við Hafnir má sjá bæði straumendur og himbrima að vetrinum auk fjölda annarra fugla allan ársins hring. Þá er og vert að nefna fjörur og polla við Sandgerði með auðugu fuglalífi.

Garðskagi, yst á Reykjanesskaga, er mikilvægur áningarstaður hánorrænna varpfugla, s.s. rauðbrystings,tildru og sanderlu, og á fartíma má rekast á ýmsa flækinga á þessum slóðum.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.