Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

4. Látrabjarg og nágrenni

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Undirlendi er afar takmarkað hér um slóðir og landið fremur berangurslegt, nokkurt gras- og mýrlendi í víkum og skeljasandsfjörur sums staðar með sjónum.

Í Örlygshöfn er allmikið æðarvarp og í Breiðavík er margt votlendisfugla, svo sem lómar, álftir og óðinshanar. Þá er í Látravík óvenju mikið um sandlóu en uppi á heiðinni ber mest á snjótittlingum.

Látrabjarg er stærsta fuglabjarg landsins. Hér mun verpa allt að einni milljón fugla af ýmsum tegundum, meðal annars allar tegundir svartfugla sem halda til við Íslandsstrendur að haftyrðli frátöldum. Auk svartfugla er mikið af fýl og ritu og við rætur bjargsins er mesta samfellda álkubyggð veraldar.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.