Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

5. Ísafjarðardjúp

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Hér er undirlendi er takmarkað og sæbrött fjöll ganga víða í sjó fram. Sums staðar er birkikjarr í fjallahlíðum og dalbotnum og ekki má gleyma Æðey, Vigur og öðrum grasi grónum eyjum og hólmum. Í eyjunum verpur geysilegur fjöldi æðarfugla, lunda og annarra sjófugla. Nú er aðeins búið á sumrin í Æðey en æðarvarpið nytjað líkt og í Vigur þar sem fólk býr allt árið.

Vert er að staldra við sums staðar með sjónum og líta eftir hávellum eða gulöndum. Straumendur sjást allvíða við ár og læki og í birkikjarrinu eru m.a. músarrindlar og rjúpur. Þá verpa nokkur hafarnarpör við Ísafjarðardjúp.

Meðal helstu fuglaskoðunarstaða í Ísafjarðardjúpi eru Æðey og Vigur og enn fremur votlendi í Vatnsfirði og á Reykjanesi með fjölbreyttu fuglalífi.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.