Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

6. Mývatn og Laxá

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Mývatn er mjög vogskorið og á vatninu fjölmargir hólmar og eyjar. Úr Mývatni fellur Laxá til sjávar í Skjálfanda. Ungar jarðmyndanir, hraun og eldstöðvar, setja svip á umhverfið.

Mývatn er eitt af stærstu stöðuvötnumlandsins. Það er í tæplega 280 m hæð yfir sjávarmáli og fremur grunnt enda viðkvæmt fyrir hita- og loftslagssveiflum. Vatnasviðið nær allt inn á miðhálendið en vatnsfarvegir eru að mestu neðanjarðar. Aðstreymi til Mývatns er að mestu úr fjölmörgum lindum við austurbakka þess. Mývatn er því auðugt af næringarefnum og af því stafar meðal annars sú mýflugnamergð sem vatnið dregur nafn af. Gróður er allfjölbreyttur. Skiptist á votlendisgróður og grasi grónir bakkar og talsvert er um birkikjarr.

Mývatn er heimsþekkt fyrir fuglalíf og er leitun á jafnfjölbreyttu andavarpi. Þá verpur hér fjöldi annarra fugla af ýmsum tegundum, bæði vatna- og mófuglar. Mikið er af kríu, hettumávi, óðinshana og ýmsum vaðfuglum og þá má nefna tegundir sem ekki eru eins útbreiddar eða algengar, s.s. himbrimi, lómur, flórgoði og óðinshani, enn fremur fálki, smyrill og rjúpa.

Tvær tegundir, húsönd og straumönd, eru algengir varpfuglar við Mývatn og Laxá og verpa hvergi í Evrópu utan Íslands.

Af hentugum stöðum til fuglaskoðunar má nefna Höfða, Kálfastrandarvoga og Skútustaði, enn fremur Laxá og bakkana með ánni. Með norðurströnd Mývatns eru víkur og tjarnir með aragrúa fugla og er nú aðeins það helsta talið.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.