Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

7. Austurland

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Fljótsdalshérað og Austfirðir frá Reyðarfirði að Höfn

Fljótsdalshérað liggur að stærstum hluta nokkuð fjarri sjó og nýtur skjóls af fjöllum og hálendi á báðar hendur. Því er tiltölulega staðviðrasamt hér um slóðir og birkiskógar víðlendari en annars staðar á Íslandi.

Fljótsdalshérað nær til sjávar við Héraðsflóa og þar eru víðáttumiklar sandstrendur, enn fremur flóar og mýrar með kílum, vötnum og starengjum sem ekki hafa verið ræst fram nema að óverulegu leyti. Við ströndina er mikið um skúm og er fjær dregur sjó aðallega kjóa, lóm og mófugla ýmiss konar, einkum spóa. Hvergi á Íslandi mun spói verpa þéttar en hér. Upp með stórfljótunum, Jökulsá á Dal og Lagarfljóti, er töluvert um grágæs og heiðagæs. Í birkiskógum Fljótsdalshéraðs eru fuglategundir þær sömu og annars staðar í skóglendi á Íslandi. Einnig sjást hér ýmsir flækingsfuglar, til dæmis krossnefir, og síðustu ár hefur fjöldi glókolla orpið í Hallormsstaðarskógi.

Með Austurströndinni eru þröngir firðir milli hárra og brattra fjalla. Undirlendi er lítið en eykst er sunnar dregur.

Af áhugaverðum stöðum fyrir fuglaskoðara má nefna eyjarnar, Skrúð og Papey, sem báðar liggja skammt undan landi. Í Skrúðnum verpa súla og lundi auk fjölda annarra sjófugla en í Papey er einkum lunda- og æðarvarp.

Álftafjörður og Lónsfjörður eru grunnir með þroskamiklum botngróðri. Upp af ströndinni eru sjávarfitjar, tjarnir og mýrlendi sem eru, eins og að líkum lætur, þýðingarmiklir viðkomustaðir farfugla. Á sumrin ber mest á álftum sem má sjá í þúsundatali á sjávarlónum.

Undir Hvalnesskriðum er æðarfugl í miklum breiðum á sjónum og hrafnsendur halda til á þessum slóðum stóran hluta ársins.

Hornafjörður, Skarðsfjörður og Stokksnes eru á suðurmörkum svæðisins. Í nágrenni Hafnar er mikið fuglalíf og Skarðsfjörður er grunnt sjávarlón með eyjum, skerjum og lífríkum leirum. Þar verpur kríu- og æðarvarp. Einnig verpa þar ýmsar aðrar tegundir, svo sem sandlóa og óðinshani.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.