Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

9. Vík að Dyrhólaey

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Svæðið liggur fyrir opnu hafi og skiptast á sandar, votlendi og sjávarhamrar. Hér nær Ísland lengst til suðurs og er Dyrhólaey syðsti oddi landsins. Lægðir leggja tíðum leið sína inn yfir landið úr suðri og fylgir þeim hvassviðri og úrkoma.

Skammt austan Víkurkauptúns er eitt stærsta kríuvarp landsins og aragrúi af fýl verpur í björgunum ofan þorpsins. Í Reynisfjalli er enn fremur lundavarp og einhverjar langvíur verpa í Reynisdröngum, klettadröngum, undan Reynisfjalli.

Í Dyrhólaey er allmikið lunda- og kríuvarp og að auki má nefna langvíu og fleiri tegundir sjófugla. Þá verpur fjöldi mófugla og vaðfugla á þessum slóðum.

Skúmur og kjói verpa á söndunum með sjónum og votlendisfuglar í mýrum upp af ströndinni.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.