Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

10. Suðurströndin

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Með lágri og flatri ströndinni eru margir lækir, smávötn og pollar. Hér skiptast á mýrlendi, flóar og ræktarlönd en sandfjörur þegar nær dregur árósunum sem afmarka svæðið til austurs og vesturs. Undir jarðvegi flatlendisins liggur víðáttumikil hraunbreiða, svonefnt Þjórsárhraun. Jaðar hraunsins nær nokkur hundruð metra í sjó fram og ver landið fyrir ágangi sjávar. Úthafsaldan brotnar við hraunjaðarinn en innan við brimgarðinn er sjór kyrrari í álum og lænum milli skerja.

Á svæðinu er auðugt fuglalíf. Mest ber á votlendisog sjófuglum. Svæðið er áhugavert til fuglaskoðunar á öllum árstímum, ekki síst á fartíma að vorlagi þegar fuglar fljúga hópum saman utan af hafi. Þá heldurmargt fugla til á svæðinu að vetrarlagi, svo sem himbrimar og lómar og auk þeirra ýmsar máva- og andartegundir og jafnvel svartfuglar uppi í landsteinum. Á öllum árstímum má rekast á ýmsar tegundir flækinga og fargesta.

Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.