Vegahandbókin

English ... Íslenska ... Deutsch ...
Veftré  |  Hafa samband  |  Augl.

Vörurnar okkar

Vörurnar okkar

Leita

Staðir


Þjónusta
 

Bók

Vegahandbókin

Vegahandbókin á að baki 40 ára feril í bílum landsmanna. Bókin hefur verið í stöðugri uppfærslu og endur nýjun frá fyrstu útgáfu. Í máli, myndum og með kortum er ferðalangnum vísað til vegar og hann fræddur á ferð sinni um landið.

Lesa bók

Sölustaðir

11. Þingvallavatn og Sogið

Sjá meira Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Sjófuglar
og Upplifðu Ísland  >  Náttúra  >  Dýralíf  >  Fuglar
og Upplifðu Ísland  >  Gallerí  >  Lundar

WP
Þingvallavatn er í mikilli, aflangri sigdæld eða kvos sem teygir sig frá suðvestri til norðausturs, allt frá Hengli að Langjökli. Næringarríkt grunnvatn er undirstaða hins auðuga lífríkis þess. Úr Þingvallavatni fellur Sogið, mesta bergvatnsá landsins. Sogið er á köflum allbreitt svo að úr verða eiginleg stöðuvötn, Úlfljótsvatn og Álftavatn, þar sem farvegur árinnar er hvað breiðastur.

Þingvallavatn hverfur yfirleitt undir ís síðari hluta vetrar en jafnan helst opin vök með norðurbökkum vatnsins þar sem lindarvatn streymir fram jafnt og þétt allan ársins hring með jöfnu hitastigi. Það sama gildir um Sogið að það leggur aldrei, jafnvel í mestu vetrarhörkum. Því leita fuglar þangað að vetrarlagi.

Gróður við Þingvallavatn er einkum lyngmóar og birkikjarr og með Soginu eru bakkar grasi grónir allt niður að vatnsborði.

Fuglalíf er fjölbreytt. Af vatnafuglum má nefna himbrima, lóm, grágæs, húsönd, straumönd, gulönd og fleiri andategundir. Þá er hér margt mófugla, svo sem skógarþröstur, músarrindill og rjúpa.

Meðal helstu fuglaskoðunarstaða eru þjóðgarðurinn og vatnsbakkarnir við norðanvert vatnið, enn fremur Hestvík og Hagavík við suðurenda þess. Helstu staðir neðan Þingvallavatns eru Úlfljótsvatn og uppistöðulón við raforkuverin hjá Ljósafossi og Írafossi. Straumendur halda til við Sogið, einkum á vorin, og niður frá brúnni, þar sem þjóðvegurinn liggur yfir ána, halda til ýmsar andartegundir á öllum árstímum. Á vetrum má oft rekast á hvinendur á Soginu. Þær eru árvissir vetrargestir en hafa ekki orpið á Íslandi svo kunnugt sé.
Copyright © Vegahandbókin ehf.
Base map copyright © LMI
Layout based on YAML.