Aðaldalur

Aðaldalur, hið breiða und­ir­lendi upp af botni Skjálf­anda­flóa milli Skjálf­anda­fljóts og Hvamms­heið­ar, og síð­an aust­an Fljóts­heið­ar að Vest­manns­vatni. Hann tekur yfir mestan hluta láglendisins en mikill hluti hans er þakinn hrauni, um 100 km2 að stærð. Aðaldalshraun eru í raun tvö hraun, Eldra– og Yngra–Laxárhraun. Eldra hraunið er um 3500 ára gamalt, komið úr Ketildyngju austan Bláfells en það yngra um 2000 ára gamalt, komið úr Þrengsla– og Lúdentsborgum austan Mývatns og munu þau hafa runnið um Laxárdal. Víðast hvar hylur yngra hraunið það eldra. Er það víða vax­ið kjarri og með sér­kenni­leg­um, fögr­um hraun­mynd­un­um. Byggð­in er við hraunjaðrana. Með sjón­um eru all­breið­ir sand­ar.