Æðey

Æðey, stærst eyja á Ísafjarðardjúpi, 0,9 km2, skammt undan landi á Snæfjallaströnd. Gróin vel og góð bújörð. Ein mesta varpey á Íslandi. Lending góð og falleg, við bæjarhlaðið að kalla. Í Æðey tóku spænskir skipbrotsmenn sér aðsetur 1615. Höfðu þeir farið með nokkrum yfirgangi en Ari Magnússon í Ögri fór að þeim með liðsafnað og drap þá alla á hinn lúalegasta hátt, suma í Æðey en hina á Sandeyri á Snæfjallaströnd. Í Æðey er rannsóknarstöð norðurljósa.