Ægissíða, á vesturbakka Rangár, þar í túninu eru 11 manngerðir hellar, einn þeirra mjög stór, notaður fyrir hlöðu fram undir 1980 og verður til sýnis almenningi í framtíðinni. Í sumum hellanna einkennilegar ristur. Sumir hafa haldið að hellar þessir væru gerðir af Pöpum, fyrir landnámsöld. Við Ægissíðu var vað á Rangá og var þar fjölfarin leið.