Akrafjall

Akrafjall, milli Hvalfjarðar og Grunnafjarðar (Leirárvogs). Tiltölulega auðvelt er að ganga á fjallið og hentar því fjölskyldufólki sérstaklega vel. Það þarf ekki mikla reynslu eða dýran útbúnað til að ganga á Akrafjall þó nauðsynlegur hlífðarfatnaður og lágmarks þrek verði að vera til staðar. Hæsti tindur fjallsins er Geirmundartindur, 643 m.

Arnes Pálsson útlagi hafðist við í Akrafjalli eitt sumar (1756). Um haustið var gerður út leiðangur að leita hans en Arnesi tókst að laumast í leitarmannahópinn og leitaði með þeim allan daginn. Eftir þetta hélt hann á burt.