Akranes

Akranes, bærinn á sér langa sögu sem nær allt aftur að landnámsöld þegar írskir bræður, Þormóður og Ketill Bresasynir, námu land á Akranesi sunnan og vestan Akrafjalls. Vestasti hluti nessins er kallaður Skagi eða Skipaskagi og hið landsfræga nafn „Skagamaður“ er dregið af því. Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti hóf útgerð frá Akranesi um 1650 og þar með hefst óslitin saga Akraness sem útgerðarbæjar. Akranes varð löggiltur verslunarstaður árið 1864 og síðan hefur verslun verið stór þáttur í atvinnusögu bæjarins. Bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1942 og hefur síðan verið í hópi stærstu kaupstaða á landinu.

Iðnaður og sjávarútvegur hefur ætíð skipað traustan sess í atvinnulífi bæjarins. Mannlífið á Akranesi einkennist af kröftugu íþróttalífi, útiveru og öflugu menningarlífi. Umhverfi og aðstaða hefur átt sinn þátt í að skapa hetjur íþrótta í knattspyrnu, sundi, frjálsum íþróttum og golfi