Akureyri

Akureyri, höfuðstaður Norðurlands.Skjalfestar heimildir um verslun á Akureyri eru elstar frá 1602. Kaupstaðarréttindi 1787, sjálfstæður kaupstaður með bæjarstjórn 1862. Hrísey sameinaðist Akureyrarbæ 2004 og Grímsey árið 2009.

Akureyri er oft nefndur skólabærinn, enda er skólahald þar fjölbreytt og stendur á gömlum merg. Þar eru m.a. háskóli, verkmenntaskóli menntaskóli, tónlistaskóli, myndlistarskóli og margir grunnskólar.Í Grófagili hafa fyrrum verksmiðjur verið nýttar fyrir listastarfsemi og gilið nú oft nefnt Listagil. Árvisst er Listasumar á Akureyri sem stendur í rúma tvo mánuði með fjölbreyttum listviðburðum.

Lystigarður Akureyrar stofnaður 1911. Þar er m.a. fræðilegur grasagarður með nær öllum tegundum íslenskra háplantna og þúsundir erlendra.

Fjöldi safna er á Akureyri svo sem; Minjasafnið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri, iðnaðarsafn og flugsafn. Fimm hús eru vernduð sem minningarsöfn: Nonnahús um Jón Sveinsson, Sigurhæðir um Matthías Jochumsson, hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, hús Friðbjarnar Steinssonar, minjasafn Góðtemplara og Gamli spítalinn (Gudmanns Minde). Elsta hús bæjarins, Laxdalshús, reist 1795, friðað og endurbyggt.

Af öðrum merkum byggingum má nefna Akureyrarkirkju eftir Guðjón Samúelsson, vígð 1940, gamla Menntaskólahúsið reist 1904, Samkomuhúsið reist 1906, Gamla barnaskólann reistur 1900 og síðast en ekki síst Hof, menningarhús Akureyrar sem stendur við Pollinn, steinsnar frá miðbænum.