Bakkagerði, kauptún við Borgarfjörð eystri. Verslunarhús var reist þar 1894, löggiltur verslunarstaður ári seinna. Aðalatvinnuvegir; smábátaútgerð, fiskverkun, sauðfjárbúskapur og steinsmiðja. Á Bakkagerði er kirkja og í henni fögur altaristafla, frá 1914, eftir Jóhannes S. Kjarval sem sýnir Krist flytja fjallræðuna í borgfirsku landslagi. Stendur Kristur á Álfaborg en Dyrfjöll eru í baksýn. Kjarvalsstofa er staðsett í Félagsheimilinu Fjarðrborg. Fyrirtækið Álfasteinn býr til muni úr steinaríkinu.