Álftaver

Álftaver, lítil byggð austan við Mýrdalssand vestan Kúðafljóts. Víðast gras­gefin sveit en mýrlend, mikil melapláss austast. Fyrir ofan byggðina miklar hólaþyrpingar, gervigígar, og hafa þær verndað byggðina að nokkru fyrir ágangi Kötluhlaupa. Gígarnir friðlýstir sem náttúruvætti. Á Álfta­versvegi, skammt frá Hringvegsvegamótunum, er útsýnisskífa á há­um hól og þar hjá fræðsluskilti um Þykkvabæjarklaustur.