Álftaver, lítil byggð austan við Mýrdalssand vestan Kúðafljóts. Víðast grasgefin sveit en mýrlend, mikil melapláss austast. Fyrir ofan byggðina miklar hólaþyrpingar, gervigígar, og hafa þær verndað byggðina að nokkru fyrir ágangi Kötluhlaupa. Gígarnir friðlýstir sem náttúruvætti. Á Álftaversvegi, skammt frá Hringvegsvegamótunum, er útsýnisskífa á háum hól og þar hjá fræðsluskilti um Þykkvabæjarklaustur.