Ánastaðir

Ánastaðir, þar rak 32 stórhveli ísavorið 1882 og var talið að sá hvalreki hefði bjargað fjölda fólks frá hungurdauða. Ánastaðastapi, hvassbrýndur klettur við sjóinn. Stórt snjóflóð féll á fjárhús á Ytri–Ánastöðum 1995 og drápust þar um 80 fjár og 4 hross og lagðist bærinn þá í eyði.