Hraunsfjörður, mjór fjörður, hinn fyrsti á landinu sem var brúaður, 1961, heita þar Mjósund. Ný brú hefur verið byggð utar með firðinum. Innan við Hraunsfjörð heitir Árnabotn og eru þar eyðibýlin Árnabotn, Fjarðarhorn og Þórólfsstaðir. Tveir fallegir og háir fossar eru í Árnabotni og gömul þjóðleið er yfir Tröllaháls í Eyrarbotn í Kolgrafafirði.