Árnabotn

Hraunsfjörður, mjór fjörð­ur, hinn fyrsti á land­inu sem var brú­að­ur, 1961, heita þar Mjósund. Ný brú hef­ur ver­ið byggð utar með firð­in­um. Inn­an við Hrauns­­fjörð heit­ir Árna­botn og eru þar eyði­býl­in Árna­botn, Fjarð­ar­horn og Þór­ólfs­stað­ir. Tveir fal­leg­ir og háir foss­ar eru í Árna­botni og göm­ul þjóð­leið er yfir Trölla­háls í Eyr­ar­botn í Kolgrafa­firði.