Arnarbæli

Arnarbæli, eyðibýli, gamalt höfuðból, kirkjustaður til 1909 og prests­setur fram um 1940. Allstórt bæjarhverfi. Arnarbæli varð mjög hart úti í lands­kjálftum 1706 og 1896. Umhverfis Arnarbæli er mjög grösugt engja­land, Arnarbælisforir.