Arnardalur

Arnardalur, fallegur og víður dalur, flatur í botni með lindánni Arnardalsá og gróðurflæmum, vestan undir Fjallgörðum. Í Arnardal eru rústir sem heita Dyngja vestan við Dyngjuháls og er þangað jeppaslóð. Þangað er sagt að Þorsteinn jökull hafi flúið í Svartadauða eða um 1500, á tíma plágunnar síðari. Suður úr Arnardal liggur jeppaslóð um Álftadalsdyngju inn að Brúarjökli og um Brúardali austur á Jökuldal.