Arnarneshamar

Arnarnes, táin yst við Skutulsfjörð. Þar er viti og hring­sjá. Austan undir því Arnarneshamar, blágrýtis­gang­ur sem gengur í sjó fram. Í gegnum hann voru gerð fyrstu veg­göng á Íslandi árið 1948 og þau einu um nokkurt skeið. Þau eru 35 m löng. Breski togarinn Cæsar strand­aði undir Arnarnesi í apríl 1971, olli mikilli meng­un og fugladauða.