Arnarstapi

Arnarstapi eða Stapi, fiski­þorp. Einn merk­asti stað­ur á Snæ­fells­nesi sak­ir lands­lags. Þar eru við sjó­inn furðu­leg­ir stap­ar úr stuðla­bergi, gjár og skút­ar. Fræg­ast­ur Gat­klett­ur. Skammt það­an þrjár gjár er sjór spýtist upp um í stór­brim­um líkt og hver­agos tilsýndar.

Göngu með­fram strönd­inni er best að hefja of­an hafn­ar­inn­ar og þeg­ar kom­ið er móts við stein­kar­linn, Bárð Snæ­fells­ás, eft­ir Ragn­ar Kjart­ans­son, er stefn­an tek­in á hann.

Amt­manns­set­ur á 19. öld er Bjarni Thor­steins­son (1781–1876) verð­ur amt­mað­ur í Vestur­am­tinu og kaup­ir þar hús sem reist var á tíma­bil­inu 1774–1787 á veg­um Ein­ok­un­ar­versl­un­ar­inn­ar. Talið með glæsi­leg­ustu húsa­kynn­um á land­inu á sín­um tíma.

Í amt­manns­hús­inu fædd­ist Stein­grím­ur Thor­steins­son skáld (1831–1913). Síð­ar var hús­ið flutt að Vogi á Mýrum og þar var það kom­ið að falli er áhuga­fólk tók við hús­inu og flutti aft­ur að Arn­ar­stapa og end­ur­byggði þar.

Gagn­ger­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á hinni ein­stöku höfn við Arn­ar­stapa og útsýnis­pall­ar sett­ir upp fyr­ir ferða­fólk, ann­an með að­gengi fyr­ir fatl­aða. Þar nýtur fólk fugla­lífs og því að fylgj­ast með at­hafn­alífi heima­manna.