Arnarvatnsheiði

Arnarvatnsheiði, víð­áttu­mik­il heiða­lönd með fjölda veiði­vatna. Þang­að er öku­fært á jepp­um. Þessi leið ligg­ur áfram aust­ur á milli Arn­ar­­vatns og Rétt­ar­vatns á Stóra­sand. Það­an eru svo leið­ir nið­ur í Víði­­dal og Vatns­dal og einnig austur á Kjal­veg norð­an Sand­kúlu­fells. Gerð­ur hef­ur ver­ið veg­ur, fær flest­um bíl­um, með­fram hraun­brún­inni sunn­an við Þor­valds­háls allt að Hellu­vaði á Norð­linga­fljóti.