Arnhólsstaðir, býli við ána Jóku sem fellur úr Þórudal. Þar er félagsheimili. Héðan liggur nú jeppafær vegur austan við Jóku um Þórdalsheiði (Þórudalsheiði) til Reyðarfjarðar. Áður fyrr aðallestaleið af Upphéraði. Háspennulínan til Reyðarfjarðar liggur um Þórdalsheiði og önnur um Hallsteinsdal.