Ásgarður

Ásgarður, stórbýli, var kirkjustaður. Bjarni Jensson (1865–1942) gerði garðinn frægan fyrir gestrisni. Sonur hans Ásgeir var lengi forseti sameinaðs Alþingis. Í Ásgarðslandi er keilumyndaður stapi, talinn bústaður huldufólks. Gömul þjóðtrú segir að hópganga á stapann, í aldursröð, þar sem ekki sé litið aftur, gefi óskum bornum fram uppi á stapanum byr til farsældar.