Áshildarmýri, kvos í Merkurhrauni, nefnt eftir Áshildi á Ólafsvöllum, konu Ólafs tvennumbrúna, landnámsmanns á Skeiðum, forn samkomustaður. Þar var gerð Áshildarmýrarsamþykkt 1496 til að mótmæla óstjórn og krefjast umbóta á stjórn landsins. Þar er minnismerki.