Auðkúla

Auðkúla, kirkjustaður, prests­setur til 1952. Stór­býli, átti m.a. alla Auð­kúlu­heiði og Kjöl suður að Hvítár­vatni. Mikið höfð­ingja­setur á 13. og 14. öld. Séra Jón Jónson (1772– 1817) var prestur á Auð­kúlu. Hann var tengdasonur séra Odds á Miklabæ, fjöl­hæfur og vel látinn. Hann drukknaði í Svína­vatni er hann féll í vök á ísnum. Um hvarf hans var eftirfarandi vísa kveðin:

Enginn veit um afdrif hans
utan hvað menn sáu:
Skaflaförin skeifberans
á skör til heljar lágu.

Þótti hann glettast mjög við eftirmann sinn, séra Jón Jónsson Teitssonar biskups. Auðkúlukirkja er lítil, áttstrend timburkirkja.