Austari–Jökulsá, önnur meginupptakakvísl Héraðsvatna. Kemur í ýmsum kvíslum undan Hofsjökli. Sú syðsta er undan skriðjökli sem heitir Klakksjökull. Megináin fellur í miklum bugum og heita þar Vesturbugur og Austurbugur. Hún er brúuð á Austurbug. Síðar fellur hún niður í Austurdal. Í Jökulsá falla margar kvíslar og er hún tíðast vatnsmikil og ill yfirferðar.