Axlarhyrna

Öxl, bær upp frá Búðum undir bröttu skriðufjalli, Axlarhyrnu 433 m. Þar bjó á 16. öld illræmdasti morðingi Íslands, Axlar- Björn, er sagt var að hefði myrt 18 manns. Þar er Ásmundarleiði sem sagnir herma að Ásmundur landnámsmaður sé heygður í. Útsýn þaðan mikil og víð um allan Faxaflóa og umhverfi.