Bægisá

Bægisá, þverá er fellur í Öxnadalsá milli bæjanna Syðri– og Ytri–Bægis­ár. Við hana endar Öxnadalur. Bægisá kemur úr Bægisárdal með Bægisárjökul fyrir botni dalsins. Hrikaleg hamragirðing er umhverfis dalinn, 1200–1471 m y.s. Að vestan Landafjall, þunn klettabrík milli Öxnadals og Bægisárdals en að austan Tröllafjall sem einnig setur sterkan svip á umgerð Glerárdals. Stórfenglegt fjallgönguland.