Bær, kirkjustaður og stórbýli að fornu og nýju. Í öndverðri kristni sat þar enskur biskup, Hróðólfur að nafni (d. 1052), og setti þar klaustur og skóla, hin fyrstu á Íslandi, og innleiddi bókstafi í stað rúna. Þar var háður bardagi 1237 er Sturla Sighvatsson barðist við Þorleif Þórðarson. Í túninu á Bæ vex villilaukur, ef til vill leifar klausturgarðsins.