Bær

Bær, kirkju­stað­ur og stór­býli að fornu og nýju. Í önd­verðri kristni sat þar ensk­ur bisk­up, Hróð­ólf­ur að nafni (d. 1052), og setti þar klaust­ur og skóla, hin fyrstu á Ís­landi, og innleiddi bókstafi í stað rúna. Þar var háð­ur bar­dagi 1237 er Sturla Sig­hvats­son barð­ist við Þor­leif Þórð­ar­son. Í tún­inu á Bæ vex villi­lauk­ur, ef til vill leif­ar klaust­ur­garðs­ins.