Bakkagerði

Bakkagerði, kaup­tún við Borg­ar­fjörð. Borgarfjarðarhreppur nær yfir Njarð­­­vík, Borgarfjörð, víkurnar sunnan Borgarfjarðar og Loðmundar­fjörð. 1. jan. 2012 voru 129 íbúar í hreppnum, þar af 85 í Bakkagerði. Versl­un­ar­hús var reist þar 1894, lög­gilt­ur versl­un­ar­stað­ur ári seinna. Aðal­at­vinnu­veg­ir; smábátaútgerð, fiskverkun, sauðfjárbúskapur og steins­miðja. Á Bakka­­gerði er kirkja og í henni fög­ur alt­ar­istafla, frá 1914, eft­ir Jó­hann­es S. Kjar­val sem sýn­ir Krist flytja fjall­ræð­una í borg­firsku lands­lagi. Stend­ur Kristur á Álfa­borg en Dyr­fjöll eru í bak­sýn. Fyrir­tækið Álfasteinn býr til muni úr steina­­ríkinu.