Bakki

Bakki, eyðibýli. Við bæinn kenndir hinir þekktu Bakkabræður, sem sam­kvæmt þjóðsögum sem séra Jón Norðmann (1820–77) skráði, voru fjórir og hétu Eiríkur, Þorsteinn, Gísli og Jón. Aðrir segja þá bræður hafa verið þrjá og kenna þá við Bakka í Svarfaðardal.