Balapláss

Hellnar, hétu áð­ur Hellis­vell­ir og skipt­ast í Bal­apláss (efri hlut­inn) og Hleina­pláss (neðri hlut­inn), fisk­ipláss, strönd­in sér­kenni­leg, fjöl­breytt og fög­ur vegna furðu­legra berg­mynd­ana. Helli­rinn Bað­stofa með ein­kenni­legri birtu. Í Hleinavör á Hellnum eru sýni­leg kjal­för grópuð í hlein­arn­ar. Þar er kirkja, en var áð­ur á Laug­ar­brekku, skammt fyr­ir of­an þorp­ið. Þar fædd­ist Guð­ríð­ur Þor­bjarn­ar­dótt­ir, kona Þor­finns karls­efn­is og móð­ir fyrsta hvíta barns­ins sem fædd­ist í Am­er­íku. Á bæj­ar­stæð­inu er af­steypa af styttu Ás­mund­ar Sveins­son­ar; Fyrsta hvíta móð­ir­in í Am­er­íku, til minn­ing­ar um Guð­ríði og minn­ing­ar­skilti við þjóð­veg­inn. Við Gró­u­hól á Hellnum er lind, svo­köll­uð Líf­slind Hellna­manna, en í seinni tíð oft nefnd Maríu­lind vegna Maríu­líkn­eskis sem sett var upp við lind­ina. Maríu­lind­ina þrýtur aldrei og hún er tal­in hafa lækn­inga­mátt. Sam­kvæmt helgi­sögn kom Guð­mund­ur góði að lind­inni árið 1230 og þá birt­ist hon­um og fylgd­ar­mönn­um hans kona í fylgd þriggja engla og bauð hún hon­um að helga lind­ina sem hann og gerði. Menn­ing­ar­mið­stöð var vígð árið 2003 en þá var ráð­gert að koma á fót ferða­manna­þorpi og frí­stunda­byggð á Hellnum.