Bárðardalur, frá Ljósavatnsskarði og Goðafossi og inn til heiða, einn af lengstu byggðadölum landsins. Fremur þröngur og grunnur. Vesturfjöllin, blágrýtisfjöll hæst 750 m, en austan ávöl heiði, Fljótsheiði, hæst 528 m.
Eftir dalbotninum hefur runnið hraun, kvísl úr Ódáðahrauni, og fellur Skjálfandafljót á því.
Dalurinn er víðast vel gróinn Víðátumikið skógarkjarr er í vesturhlíðum hans en nær ekkert að austan.
Allur dalurinn þurrlendur. Strjálbýll en sauðlönd góð.