Bárðardalur

Bárðardalur, frá Ljósa­vatns­skarði og Goða­fossi og inn til heiða, einn af lengstu byggða­döl­um lands­ins. Frem­ur þröng­ur og grunn­ur. Vest­ur­fjöll­in, blá­grýt­is­fjöll hæst 750 m, en aust­an ávöl heiði, Fljóts­heiði, hæst 528 m.

Eft­ir dal­botn­in­um hef­ur runn­ið hraun, kvísl úr Ódáða­hrauni, og fell­ur Skjálf­anda­fljót á því.

Dal­ur­inn er víð­ast vel gró­inn Víðátumikið skóg­ar­kjarr er í vest­ur­hlíðum hans en nær ekk­ert að aust­an.

All­ur dal­ur­inn þurr­lend­ur. Strjál­býll en sauð­lönd góð.