Barðaströnd

Barðaströnd, strandlengja frá Vatnsfirði að Siglunesi. Samfellt undir­lendi með brattri hamrahlíð fyrir ofan og smádölum. Inn í ströndina skerst stór vaðall, Hagavaðall, tæmist að mestu um fjöru. Sandströnd. Grösug byggð. Allmargir smádalir, flestir kjarri vaxnir.