Básar

Básar í Selj­avík, milli Brunn­an­úps og Bjarg­tanga, þar eru sýni­leg­ar hús­at­ótt­ir, leif­ar tún­garðs og lík­lega brunn­húss. Munn­mæli herma að þarna hafi verið býli sem far­ið hafi í eyði á 15. öld. Það hef­ur þá ver­ið vest­asta býli Ís­lands og þar með Evr­ópu.