Básendar

Básendar eða Bát­send­ar, einn stærsti verslunarstaður einokunar­versl­un­ar­­inn­ar og út­ræði skammt fyr­ir sunn­an Staf­nes. Stað­inn tók af með öllu í sjáv­­ar­flóði 9. jan­ú­­ar 1799. Braut þar nær öll hús og mann­virki. Gömul kona dó en annað fólk slapp með naum­ind­um.

Á skeri utan bæjarrústanna, sem eru friðlýstar, er að finna festarbolta sem kaup­skipi­n voru bundin við.