Baulárvallavatn

Baulárvallavatn, gott veiði­vatn og al­ræmt fyr­ir vatna­skrímsli. Stund­um sáust allt að 5 skrímsli í einu sem sól­uðu sig á dag­inn en skreidd­ust út í vatn­ið er kvölda tók. Skammt frá vatn­inu var áður býl­ið Baulár­vell­ir. Þar bjó um miðja 19. öld Jón Sund­mann ásamt konu og börnum. Eitt sinn er bóndi var að heim­an heyrði hús­freyja hark mik­ið sem væri ver­ið að brjóta nið­ur bæ­inn, auk þess sem kuldag­ust lagði inn í bað­stof­una, en hún þorði sig hvergi að hræra. Morg­un­inn eft­ir sáust um­merki því að þá var búið að brjóta nið­ur bæjar­göng, búr og eld­hús en slóð eins og eft­ir pott­hlemma sást liggja frá bæn­um að auðri vök í Baulár­valla­vatni. Önn­­ur sögn grein­ir frá því er tröllskessa var að koma úr veiði­för í Baulár­valla­vatni með sil­unga­­kippu á baki er hana dag­aði uppi á Kerl­ing­ar­skarði. Skammt norð­ar eru Hrauns­­­fjarð­ar­vatn og Sel­valla­vatn.