Beinahóll

Beinahóll eða Beinabrekka, austan í hraunborg (Líkaborg) norðaustur undir Kjalfelli. Þar finnst enn nokkuð af beinum úr fé þeirra Reynistaðarbræðra sem þar urðu úti 1780 ásamt tveimur öðrum með fjölda fjár.