Bergþórshvoll, á vestri bakka Affalls. Áður prestssetur. Bær Njáls Þorgeirssonar og frægur úr Njáls sögu. Þar var Njálsbrenna 1011. Örnefni sem minna á Njáls sögu: Flosalág, Káragerði (bær), Káragróf. Fornleifarannsóknir sýna að bær hefur brunnið þar öndverðlega á 11. öld. Í landi Bergþórshvols heita Línakrar.