Bessastaðir

Bessastaðir, for­seta­set­ur, kirkju­stað­ur og fornt höf­uð­ból á Álfta­nesi. Bessa­staða er fyrst get­ið í Ís­lend­inga sögu Sturlu Þórð­ar­son­ar og eru þeir þá í eigu Snorra Sturlu­son­ar. Eft­ir dráp Snorra 1241 sló Nor­egs­kon­ung­ur eign sinni á Bessa­staði og urðu þeir því fyrsta jörð­in á Ís­landi sem komst í kon­ungs­eign. Varð þar brátt höf­uð­set­ur æðstu valds­manna kon­ungs hér á landi og var svo allt til loka 18. ald­ar. Árið 1805 var Lærði skól­inn, sem þá var æðsta mennta­stofn­un í land­inu, flutt­ur til Bessa­staða og starf­aði þar í rúm 40 ár.

All­an seinni hluta 19. ald­ar, eða frá 1867, voru Bessa­stað­ir í eigu eins af kunn­ustu og mik­ilhæf­ustu skáld­um þess tíma, Gríms Thom­sens (1820–96), en hann fædd­ist þar. Eft­ir lát Gríms voru Bessa­stað­ir lengst af í eigu ein­stak­linga uns Sig­urð­ur Jón­as­son (1896–1965), for­stjóri í Reykja­vík, gaf ís­lenska rík­inu stað­inn til bú­setu fyr­ir rík­is­stjóra, vorið 1941. Síð­an hafa for­set­ar Ís­lands haft þar að­set­ur. Sveinn Björns­son (1881–1952) frá því er hann varð rík­is­stjóri 1941 og síð­ar for­seti, til dán­ar­dæg­urs. Ás­geir Ás­geirs­son (1894–1972) 1952–68, Krist­ján Eld­járn (1916–82) 1968–80, Vig­dís Finn­boga­dóttir (f. 1930) 1980–1996 og Ólafur Ragnar Grímsson (f. 1943) frá 1996.

For­seta­bú­stað­ur­inn á Bessa­stöð­um er í röð elstu húsa á Ís­landi, reist­ur á ár­un­um 1761–66 sem amt­manns­set­ur. Síð­an hef­ur hús­inu ver­ið nokk­uð breytt og byggt við það. Árið 1987 voru gerð­ar tals­verð­ar end­ur­bæt­ur á Bessa­staða­stofu og komu þá í ljós merk­ar forn­minj­ar und­ir gólfi stof­unn­ar. Nú­ver­andi kirkja var reist á ár­un­um 1777–1823. Í Bessa­staða­landi var gert virki á 17. öld (Skans­inn). Nýr bústaður forsetans reistur 1995, á lóð gamla ráðsmannsbústaðarins.