Bíldsá

Bíldsá, vatns­lít­il þverá, fell­ur norð­an við tún­ið í Kaupangi. Land­náma seg­ir að Helgi magri hafi lagt skipi sínu við Bíldsá og hef­ur fjörð­ur­inn þá náð þang­að. Litlu norð­ar er Fest­ar­klett­ur. klöpp með nokkrum tóftum. Þær eru frið­lýstar en talið er að þarna hafi farið fram kaupskapur áður en Gása­kaup­stað­ur efldist.