Bíldudalur

Bíldudalur, hluti Vestur­byggðar. Ólaf­ur Thorlacius (1762–1815) hóf þar verslun og útgerð um 1790, varð fyrstur Íslendinga til að selja saltfisk beint til Spánar.

Minn­ismerki um Pétur Thorsteinsson athafnamann og konu hans Ásthildi eftir son þeirra Guðmund Thorsteinsson, Mugg er á Bíldudal og einnig minnismerki um drukkn­aða sjó­menn.

Í bænum er safn Jóns Kr. Ólafssonar söngvara, Melodíur minninganna sem fjallar um Íslenska dægurtónlist og nýlegt Skrímslasetur sem helgað er sjóskrímslum við strendur Íslands.

Selárdalur er skammt frá Bíldudal þar er hægt að skoða höggmyndir Samúels Jónssonar.

Í Reykjarfirði er litil laug sem hægt er að láta fara vel um sig.