Biskupavörður

Biskupsháls, móbergshryggur milli Grímsstaða og Víðidals. Þar eru fjórð­unga– og sýslumörk. Að fornu skyldu biskupar Hóla og Skálholts mætast þar á yfirreiðum sínum. Um upphaf þess segir svo í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Biskuparnir í Skálholti og Hólum voru ekki alveg sáttir um takmörk biskupsdæma sinna. Settu þeir Biskupsvörðu á mörk­um Þingeyjarsýslu og Múlasýslu sem takmark á þá hliðina. Komu þeir sér saman um að ríða þaðan báðir, Hólabiskup fyrir norðan land, en Skál­holtsbiskup fyrir sunnan, hringinn í kring, og þar sem þeir mættust skyldi takmarkið vera á hina hliðina milli biskupsdæmanna. Eftir það reið Skálholtsbiskup dag og nótt sem mest hann mátti og hestarnir gátu farið en Hólabiskup fór hægt yfir og tók ekki væst á sig enda var hann ólúraður og sællegur þegar hann mætti embættisbróður sínum. Þeir mættust við suðurendann á Hrútafirði og hafa því takmörk biskups­dæm­anna verið haldin eftir þeim firði miðjum jafnan síðan.“ Í ljósi þessarar þjóðsögu gætu vörðurnar tvær sem þarna eru og nefnast Biskupavörður verið frá því um 1200 eða eldri.