Biskupsbrekka

Biskupsbrekka, gras­brekka við Uxa­hryggj­aveg. Þar and­að­ist Jón bisk­up Ví­dal­ín (1666–1720) skyndi­lega er hann var á leið að Stað­ar­stað þar sem hann ætl­aði að vera við­stadd­ur jarðar­för. Hef­ur hon­um ver­ið reist­ur þar minn­is­varði.