Bjarg

Bjarg í Miðfirði, dreg­ur nafn af jökul­sorfnum klappakolli norð­­­an við túnið. Útsýn þaðan mikil um sveitina og inn til jökla. Þar ólst upp Grettir Ás­mundarson og þar er minn­is­varði um Ásdísi móð­­ur Grettis, gerður af Hall­dóri Péturs­­syni. Grettis­þúfa í túni, þar á höfuð Grettis að vera jarðað. Frið­lýst. Aflraunakeppni er haldin í Grettisbóli á Laugarbakka í tengslum við árlega Grettishátíð þar sem keppt er um Grettis­bikarinn.