Bjarnarflag

Bjarnarflag, undir Námafjalli. Þar urðu umbrot í Mývatnseldum. Boranir gerðar þar eftir gufu til Kísiliðjunnar og til að knýja raforkustöð Laxárvirkjunar sem þar var reist 1968–69. Afl 2625 kW. Mikil umbrot urðu hér í eldgosinu 1975 og 1977.