Bjarnarhöfn, landnámsjörð Bjarnar austræna, kirkjustaður. Kirkjan byggð 1856. Í henni eru margir gamlir og merkir munir. Altaristaflan er talin vera frá 1640, tveir höklar, annar yfir 500 ára gamall en hinn frá 1762, kaleikur frá því um 1286 og predikunarstóll frá 1694.
Þar er mikil hákarlaverkun og nú er þar Hákarlasafn. Við þjóðveginn er skilti þar sem saga Bjarnarhafnar er rakin.