Bjarnarhellir

Hítarvatn, stöðuvatn í Hítardal, eitt af stærstu vötnum í byggð í sýslunni, 8 km2. Nokkrir hólmar eru í því með fögru blómstóði. Úr vatninu rennur Hítará. Austan vatnsins er Foxufell, 419 m. Í því er Bjarnarhellir, í honum eru gamlar bergristur og sæti meitlað í bergið.